Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Vísir/Arnar Halldórsson Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. „Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
„Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent