Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 10:24 Runólfur Pálsson hóf störf í dag sem forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn. Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent