Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 15:07 Landspítali er á neyðarstigi en á þessum degi fyrir tveimur árum greindist fyrsta Covid-smitið hér á landi og fyrsti Covid-sjúklingurinn var lagður inn. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. „Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00