Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 15:07 Landspítali er á neyðarstigi en á þessum degi fyrir tveimur árum greindist fyrsta Covid-smitið hér á landi og fyrsti Covid-sjúklingurinn var lagður inn. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. „Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent