Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 15:07 Landspítali er á neyðarstigi en á þessum degi fyrir tveimur árum greindist fyrsta Covid-smitið hér á landi og fyrsti Covid-sjúklingurinn var lagður inn. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. „Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00