Trúmál

Fréttamynd

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 

Innlent
Fréttamynd

Spánverjar ganga af trúnni

Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism

Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism.

Innlent
Fréttamynd

Svar við athugasemdum Vottanna

Eftir heilmikla fjölmiðlaumfjöllun um Votta Jehóva og framkomu þeirra gagnvart trúsystkinum sínum sem kjósa að brjótast undan ægivaldi kenningarinnar og þeirra einstaklinga sem sjá um að hafa skikk á hjörðinni, er ánægjulegt að upplifa að ábyrgir öldungar safnaðarins virða okkur svars og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá

Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi.

Innlent
Fréttamynd

Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” um­fjöllun um of­beldi

Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa

Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér.  Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­skatts­biskup Ís­lands

„Aðeins tvennt er í lífinu öruggt, annars vegar dauðinn og hins vegar skattarnir.” Svo hljómar orðskviður sem hefur verið eignaður ýmsum karlkyns Könum frá átjándu og nítjándu öld. Það má vel vera sannleikur í þessum orðum, þótt okkur þyki vafalaust ýmislegt fleira eiga heima í þessari upptalningu og heyrum óþægilega oft af þeim sem ná að safna auð án þess að greiða sitt til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru kaffi­stofu­gestir

Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð.

Skoðun
Fréttamynd

Mun þögn Þjóð­kirkjunnar senda tvo menn í fangelsi?

Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni

Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn.

Innlent
Fréttamynd

Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti

Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­trúar­hópar

Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar.

Skoðun
Fréttamynd

„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“

Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Safnaða­rmeð­limum Smára­kirkju hefur fækkað um þriðjung

Forstöðukona Smárakirkju segir áskanir um rasisma og fordóma innan safnaðarins eiga ekki við nein rök að styðjast. Hún hefði sjálf viljað vera svört og í kirkjunni hafi starfað þeldökkur maður. Það hefur fækkað um þriðjung í söfnuðinum síðan 2014.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­björg í Smára­­kirkju hefði kosið að vera svört

Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær.

Innlent
Fréttamynd

Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir

Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í.

Innlent
Fréttamynd

Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum

Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn byrjar bingó í Kola­portinu

Kolaportsmessa dagsins verður sérlega hátíðleg en sjálfur forseti Íslands mun heiðra messugesti með nærveru sinni. Að lokinni messu mun forsetinn draga fyrstu kúluna í bingói sem er sérhannað til að kenna íslensku.

Innlent