Erlent

Konur brenna slæður sínar í Íran

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá mótmælum í Teheran, höfuðborg Íran.
Frá mótmælum í Teheran, höfuðborg Íran. Getty/Stringer

Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar.

Að sögn lögreglunnar í Íran var dauði konunnar, sem hét Mahsa Amini, „óheppilegt atvik“ og halda lögreglumenn því fram að þeir hafi gert allt sem þeir gátu til að bjarga lífi Amini.

Síðustu fimm kvöld hafa Íranar mótmælt á götum borga og bæja í landinu en mótmælendur eru í miklum meirihluta konur. Einhverjar þeirra sem standa fyrir mótmælunum hafa byrjað að brenna hijab-slæður sínar til að mótmæla slæðuskyldunni.

Skylda hefur verið fyrir konur að notast við hijab-slæður á almannafæri í Íran síðan árið 1979. Stofnuð var sér deild innan lögreglunnar sem sér til þess að skyldunni sé framfylgt, svokölluð „siðferðislögregla“. Það voru einmitt lögreglumenn innan þeirrar deildar sem handtóku Amini.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna í Íran er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Hún vill að fólk muni nafn Amini.


Tengdar fréttir

And­lát Amini „ó­heppi­legt at­vik“

Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×