Opið bréf til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:31 Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun