Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Flugvélin fundin

Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­sveitin sótti slasaðan reið­hjóla­mann

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiski­bát

Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng

Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Smá­bátur strandaði við Arnar­stapa

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli

„Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Land­helgis­­gæsluna á fundar­tíma

Land­helgis­gæslan býðst að­stoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík stendur. Þyrla um borð í dönsku varð­skipi er til taks í leit og björgun eða sjúkra­flutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftir­liti fyrir lög­reglu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Voru sex­tán klukku­stundir að ná konunni af jöklinum

Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um

Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Wil­son Skaw dregið úr Stein­gríms­firði á næstu dögum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Hefja for­færingar til undir­búnings dráttar í dag

Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar

Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki unnt að draga Wil­son Skaw til Akur­eyrar að sinni

Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurftum að fara svolítið varlega“

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Innlent