Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaðurinn alvarlega slasaður

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti karl og konu sem slösuðust í bílveltu í Norðurárdal í gærkvöldi. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda

Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Innlent