Innlent

Eldurinn talinn hafa kviknað af völdum göngufólks

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lauk slökkvistarfi á ellefta tímanum í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lauk slökkvistarfi á ellefta tímanum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Eldur sem kviknaði í mosa við Grindavík í dag er talinn hafa kviknað af völdum göngufólks sem fór þar um.

Eldurinn kviknaði við Ketilstíg sem er göngustígur austan megin við Djúpavatn. Slökkviliðið var kallað út um klukkan sextán í dag og lauk slökkvistarfi á ellefta tímanum í kvöld. „Við vorum að berjast við þetta en þyrlan kom og kláraði þetta,“ segir Ásmundur Jónsson, slökkvistjóri Grindavíkur.

Erfiðlega gekk fyrir slökkviliðið að komast að eldinum með öll þau tæki sem þurfti og því var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að aðstoða við slökkvistarfið. „Þarna er svona 20 sentímetra djúpur mosi og mikið rask hefði verið á umhverfinu hefðum við reynt að komast að honum með tækin,“ segir Ásmundur.

Ásmundur telur eldinn hafa kviknað af völdum göngumanna sem gengu þar um. „Það er ekkert annað sem gæti kveikt í neinu á þessu svæði,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Eldur í mosa við Grindavík

Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×