Innlent

Eldur í mosa við Grindavík

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf. Vísir/vilhelm
Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík. Talið er að eldurinn logi í námunda við Kleifarvatn en allt tiltækt slökkvilið Grindavíkurbæjar hefur verið kallað út. 

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hefur TF-Lif verið send á vettvang með búnað til að slökkva eldinn.

Uppfært klukkan 20:45:

Slökkvistarf gengur mjög vel samkvæmt upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. „Eldurinn minnkar við hverja fötu sem þeir hella yfir svæðið og miðað við ganginn ætti slökkvistarfi að ljúka von bráðar“, segir Ásgeir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×