Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þrisvar það sem af er degi

Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Það hefur verið annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni.
Það hefur verið annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan

Nóg var að gera hjá Landhelgisgæslunni í morgun þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar en gæslan tók einnig þátt í björgunaraðgerðum í Fljótavík.



Laust eftir klukkan hálf tólf óskaði lögreglan á Snæfellsnesi eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja mann sem lenti í mótorhjólaslysi.



Rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi var síðan óskað eftir þyrlu til að fara til móts við sjúkrabíl sem var staddur við Langjökul með veikan einstakling.



Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út vegna alvarlegs flugslyss á Haukadalsflugvelli á þriðja tímanum en þeirri þyrlu var snúið við stuttu eftir flugtak.


Tengdar fréttir

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×