Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar nú við Þingvallavatn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf. Vísir/vilhelm
TF-LÍF, ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar, flýgur nú yfir Þingvallavatni þar sem erlends ferðamanns er saknað. Í gær fannst bakpoki í hans eigu og uppblásinn eins manns kajak í flæðarmáli vatnsins.

Í samtali við fréttastofu sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að lögregla hafi ekki óskað eftir aðstoð þyrlunnar. Þyrlan hafi verið á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað.

Því hafi ákvörðun um að hjálpa til við leitina við Þingvallavatn verið tekin. Þegar þetta er skrifað ætti þyrla gæslunnar því að sveima yfir vatninu með það fyrir augum að finna manninn.


Tengdar fréttir

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×