Innlent

Festu bílana úti í á og þurftu að flýja upp á þak

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. Skjáskot
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bíla sem voru fastir í á í Flæðum, sunnan við Drekagil, á fjórða tímanum í dag.

Lögreglan á Húsavík óskaði eftir aðkomu þyrlu að björgunarstarfi þar sem erfitt getur reynst að komast út í árnar í Flæðum, sökum breiddar þeirra. Um var að ræða þrjá einstaklinga sem höfðu fest tvo bíla úti í á. Flæða tók inn í bílana og þurfti fólkið því að leita upp á þak bifreiðanna. Útkallið barst klukkan 15:17 og var þyrlan komin á vettvang rúmum einum og hálfum tíma síðar, samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur frá Landhelgisgæslunni.

Búið er að koma fólkinu í land og heldur þyrla Gæslunnar því til Akureyrar til þess að taka eldsneyti áður en henni verður flogið aftur til Reykjavíkur.

Myndband af hluta björgunaraðgerða má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×