Dýr

Fréttamynd

Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum

Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 

Erlent
Fréttamynd

Eitruð froða rann um læk við Stekkja­bakka

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga að skattleggja beljurop

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Erlent
Fréttamynd

Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný

Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra.

Erlent
Fréttamynd

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Innlent
Fréttamynd

Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn

Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. 

Innlent
Fréttamynd

Út­hver­fatófan ekki hættu­­leg mönnum

Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð hvala stranda við Tasmaníu

Um 230 grindhvalir hafa strandað á Ocean-ströndinni á Tasmaníu síðustu daga. Um helmingur þeirra er enn á lífi og verið er að vinna í því að koma þeim aftur í sjóinn.

Erlent
Fréttamynd

Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjöl­skyldunnar í Sví­þjóð

Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum.

Lífið
Fréttamynd

Mættir aftur til Ind­lands eftir sjö­tíu ára fjar­veru

Blettatígrar voru sagðir útdauðir í Indlandi árið 1952 en nú hafa átta tígrar verið sendir þangað í tilefni af afmæli Narendra Modi, forsætisráðherra landsins. Þeir munu dvelja í einangrun í mánuð áður en þeim verður sleppt í þjóðgarði.

Erlent
Fréttamynd

Fjar­lægðu skrið­dýr af vett­vangi fíkni­efna­sölu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Innlent
Fréttamynd

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar

Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta var alveg epískt sjónar­spil“

Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 

Lífið
Fréttamynd

Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit

Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu.

Innlent