Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 18:52 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Undirskriftalisti til stuðnings frumvarpinu var settur á fót í gær og hafa þegar um 3.500 manns skrifað undir. „Við erum alltaf að heyra af sorgarsögum í samfélaginu þar sem fólk er orðið eitt eftir jafnvel og það eina sem það hefur í félagsskap er kisinn sinn eða voffinn sem hefur kannski fylgt fólki í mörg ár,“ segir Inga sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Þetta er algjör mismunun, þetta er óréttlátt að einstaklingur þurfi að hafa efni á því að búa í húsnæði með sérbýli eða einbýlishúsi til að geta haldið gæludýr, en þannig er það í dag.“ Inga segir að með breytingunni myndi áfram gilda svokallaður nábýlisréttur. Hún segir að þverpólitísk samstaða sé að baki frumvarpinu á Alþingi. „Víða þar sem ég hef komið virðist það vera eðlilegur hluti af tilverunni að eiga sinn fjórfætta vin, og að hann geti trítlað með þér nánast hvert sem þú ferð. Hér á landi var auðvitað sett bann á hundahald, að ég held 1924. Það er ekki fyrr en á tíunda áratugnum þegar hægt var að sækja um leyfi til að sækja um hund,“ segir Inga. Húsfélög gætu áfram sett sérreglur um dýrahald og bannað þau dýr sem séu óalandi. Í núgildandi lögum þurfa 2/3 íbúa í fjölbýlishúsi að samþykkja dýrahaldið. „Það er verið að mismuna fólki harkalega. Venjulega er það sá þjóðfélagshópur sem býr við bágustu kjörin sem er níðst á í allar áttir og líka hvað þetta varðar,“ segir Inga. Hún kveðst óviss um hvort að frumvarpið nái fram að ganga. „Maður gerir sér alltaf svo litlar vonir, þó maður sé undir niðri að vonast til að eitthvað gerist. Sérstaklega þegar maður finnur að það er jákvæð bylgja inni í þingi.“ Viðtalið við Ingu má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Flokkur fólksins Dýr Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira