Hundurinn Seifur lætur vita ef eigandi hans er að fá flogakast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2023 20:05 Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er með ólíkindum hvað hægt er að kenna hjálparhundum að gera fyrir eigendur sína, en þeir sækja meðal annars hluti, sem detta á gólfið, opna hurðir og geta ýtt á neyðarhnapp, auk þess að geta klætt eigendur sína úr sokkunum og úlpunni. Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira