Hundurinn Seifur lætur vita ef eigandi hans er að fá flogakast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2023 20:05 Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er með ólíkindum hvað hægt er að kenna hjálparhundum að gera fyrir eigendur sína, en þeir sækja meðal annars hluti, sem detta á gólfið, opna hurðir og geta ýtt á neyðarhnapp, auk þess að geta klætt eigendur sína úr sokkunum og úlpunni. Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira