Fréttir

Fréttamynd

Markaðirnir að jafna sig

Hlutabréfamarkaðir í Asíu jöfnuðu sig að nokkru leyti í gær en flestar vísitölur kauphalla hækkuðu lítillega eftir talsverðar lækkanir frá upphafi síðustu viku þegar markaðirnir tóku snarpa dýfu. Fjárfestar munu þó enn vera áhyggjufullir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leppar stofnuðu Fjárfar

Settur var á svið leikþáttur við stofnun einkahlutafélagsins Fjárfars, og eigendur þess voru aðeins leppar, samkvæmt endurskoðanda félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar

Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð.

Erlent
Fréttamynd

Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó

Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun

Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel

Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill.

Erlent
Fréttamynd

Cheney vonsvikinn

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Verður hægt að stinga bílnum í samband

Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin.

Innlent
Fréttamynd

115 látnir og að minnsta kosti 200 slasaðir

Alls 115 manns hafa nú látið lífið í sprengjuárásunum sem áttu sér stað í borginni Hilla í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu í borginni. Samkvæmt tölum þeirra slösuðust að minnsta kosti 200 manns í árásunum. Lögregla í borginni hafði áður sagt að 77 hefðu látið lífið.

Erlent
Fréttamynd

Umferðarslys á Reykjanesbraut

Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast.

Innlent
Fréttamynd

Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla

Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu

Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka.

Innlent
Fréttamynd

Ópíumframleiðslan eykst stöðugt

Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík

Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags

Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu

Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum.

Erlent
Fréttamynd

Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið

Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið.

Innlent
Fréttamynd

Á annað hundrað pílagrímar látnir

Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar auka umsvif sín í geimnum

Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar.

Erlent
Fréttamynd

Libby sekur

Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælin breiðast út

Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Markaðir að rétta sig við

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það.

Erlent
Fréttamynd

Sjötíu látnir í skjálftanum

Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu

Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sagt ósatt um kauprétt æðstu stjórnenda

Endurskoðandi KPMG segir aðstoðarforstjóra Baugs hafa sagt sér ósatt þegar hann sagði engin kaupréttarákvæði í samningum stjórnenda Baugs. Eðlileg frávik í bókhaldi voru meiri en upphæðir sem ákært er vegna sagði endurskoðandinn.

Innlent
Fréttamynd

EMI hafnaði Warner Music

Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þingið í Ekvador gegn forsetanum

Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa.

Erlent