Erlent

115 látnir og að minnsta kosti 200 slasaðir

Slasaður ökumaður sendibíls sem í var hópur sjía múslima á leið sinni í gegnum Hillah.
Slasaður ökumaður sendibíls sem í var hópur sjía múslima á leið sinni í gegnum Hillah. MYND/AFP

Alls 115 manns hafa nú látið lífið í sprengjuárásunum sem áttu sér stað í borginni Hilla í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu í borginni. Samkvæmt tölum þeirra slösuðust að minnsta kosti 200 manns í árásunum. Lögregla í borginni hafði áður sagt að 77 hefðu látið lífið.

Mikill straumur sjía múslima liggur nú um Hilla en þeir eru á leið sinni til hinnar heilögu borgar Kerbala. Þar fer fram mikil trúarhátíð sjía múslima. Talið er að árásirnar í dag hafi verið á vegum súnní múslima. Stjórnmálaskýrendur óttast að árásirnar í dag eigi eftir að auka á deilur trúarhópanna tveggja en átökunum á milli þeirra hefur verið lýst sem borgarastyrjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×