Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Lára kveður skjáinn

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum.

Innlent
Fréttamynd

Birkir nýr markaðs­stjóri Stor­ytel á Ís­landi

Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristrún hættir hjá Kviku

Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölnir sigraði Snorra í for­manns­kjörinu

Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna. Hann bar sigur úr býtum gegn Snorra Magnússyni sitjandi formanni.

Innlent
Fréttamynd

Sex vilja gegna em­bætti for­stjóra Haf­ró

Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á skrifstofu Akraneskaupstaðar

Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðar til Össurar

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið

Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úlla Ár­dal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau vilja taka við starfi forsetaritara

Birtur hefur verið listi yfir þá sem sóttu um embætti forsetaritara sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Viðkomandi mun taka við starfinu af Örnólfi Thorssyni sem hefur gegnt því frá árinu 2005.

Innlent