Viðskipti innlent

Árni Huldar til KPMG Law

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Huldar Sveinbjörnsson.
Árni Huldar Sveinbjörnsson. KPMG

Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils.

Í tilkynningu frá KPMG Law segir að Árni Huldar hafi síðastliðin fimmtán ár starfað á fjármálamarkaði. 

„Hóf hann störf á bankasviði Fjármálaeftirlitsins árið 2006 en þaðan fór hann til Íslandsbanka og svo til Lykils fjármögnunar. Árni Huldar hefur í þessum störfum sínum fengið mikla innsýn í starfsemi fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra sem nýtist sérstaklega vel í því þjónustuframboði sem KPMG Law hefur fram að færa. 

Sérþekking hans á regluverki fjármálafyrirtækja og eftirlits, lánastarfsemi, fjármögnun, starfsleyfismálum, virkum eignarhlutum, samrunum, yfirtökum og endurskipulagningu ásamt stjórnarháttum mun breikka og dýpka þekkingu lögmannsstofunnar enn frekar og gera okkur betur kleift að veita viðskiptavinum víðtækari þjónustu,“ segir í tilkynningunni. 

Hjá KPMG Law starfa á þriðja tug lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×