Viðskipti innlent

Unnur Ásta nýr með­eig­andi hjá MAGNA Lög­mönnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Unnur Ásta er nýr meðeigandi MAGNA Lögmanna.
Unnur Ásta er nýr meðeigandi MAGNA Lögmanna. Aðsend

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir hefur nú gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna. Unnur hefur starfað hjá stofunni og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012.

Unnur hóf störf á stofunni áður en hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði en það gerði hún auk þess að öðlast málflutningsrétt árið 2015.

„Unnur Ásta er ein af þeim sem hefur unnið sig upp hér alveg frá byrjun,“ segir Þórður Bogason, framkvæmdastjóri MAGNA í tilkynningu.

„Við þessar aðstæður hefur Unnur Ásta öðlast fjölbreytta reynslu, traust viðskiptavina og okkar meðeigendanna og því fögnum við því að fá hana í hóp meðeiganda MAGNA.“

Sérsvið Unnar er fjölskylduréttur, vinnuréttur, erfðaréttur, stjórnsýsluréttur, eignaréttur, fjarskiptaréttur og málflutningur. Hún segist líta björtum augum á framtíðina með MAGNA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×