Viðskipti innlent

Breki tekur við samskiptasviði OR

Samúel Karl Ólason skrifar
Breki Logason.
Breki Logason.

Breki Logason hefur tekið við sem forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk þess er að sjá um samskipta- og markaðsmál OR og dótturfyrirtækjanna Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix.

Breki hafði áður starfað sem sérfræðingur í samskiptamálum á sviðinu undanfarið ár.

Í tilkynningu segir að Breki búi yfir víðtækri reynslu sem nýtist honum í starfi. Hann sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hafi starfað lengi við fjölmiðla, sem blaða- og fréttamaður auk þess sem hann var fréttastjóri Stöðvar 2.

Þá hafi hann einnig starfað í auglýsingageiranum, sem ráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu og sem framkvæmdarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours sem hann stofnaði ásamt bræðum sínum árið 2015.

„Ég er mjög ánægður og stoltur að fá tækifæri til að leiða þetta mikilvæga svið hjá OR og dótturfyrirtækjum þess. Verkefnin hjá samstæðunni eru bæði fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg en þau snerta líf íbúa á mörgum ólíkum sviðum. Okkar verkefni er að eiga gott samtal við almenning," er haft eftir Breka í áðurnefndri tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×