Viðskipti innlent

Sig­ríður Hrund nýr for­maður FKA

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Hrund Pétursdóttir.
Sigríður Hrund Pétursdóttir. FKA

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla, var kosin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Siguríður Hrund var kosin formaður til tveggja ára og tekur við stöðunni af Huldu Ragnheiði Árnadóttur.

Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin sé skipuð sjö konum og tveimur til vara og koma þrjár nýjar konur inn í stjórn FKA til næstu tveggja ára.

„Nýjar stjórnarkonur eru Edda Rún Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi ERR Design, Katrín Kristjana Hjartardóttir sérfræðingur hjá Origo og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Þjóðminjasafni Íslands.

Tvær konur til viðbótar sem fengu næstflest atkvæði í stjórn verða varakonur í stjórn til eins árs. Það eru þær Eydís Rós Eyglóardóttir, eigandi, framkvæmda- & fjármálastjóri og Elísabet Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri Hertz Íslandi.

Stjórnarkonur sem verða áfram í stjórn eru Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, stofnandi og eigandi Mundo, Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi og Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×