NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Félagsmet hjá Dallas

Dallas setti í nótt félagsmet þegar liðið vann Memphis 97-87, en þetta var 13. sigurleikur liðsins í röð á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en Pau Gasol og Bobby Jackson skoruðu 18 stig hvor fyrir Memphis.

Sport
Fréttamynd

Marion skoraði 44 stig fyrir Phoenix

Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix setti persónulegt met í nótt þegar hann skoraði 44 stig í sigri liðsins á Boston 103-94. Marion var í miklu stuði í leiknum og auk þess að skora 44 stig, hitti hann úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli, nýtti öll 10 vítaskot sín, hirti 15 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot.

Sport
Fréttamynd

Steve Francis til New York

Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni lokast aðfararnótt föstudagsins og eins og búast mátti við hefur lið New York Knicks nú riðið á vaðið og fengið til sín enn eina skyttuna. Þetta er bakvörðurinn Steve Francis sem liðið fékk frá Orlando Magic og lét í staðinn þá Trevor Ariza og Penny Hardaway.

Sport
Fréttamynd

Carter skoraði 45 stig

Vince Carter skoraði 45 stig, þar af 14 síðustu stig New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee í NBA körfuboltanum í nótt 89-85. Jason Kidd var einnig frábær í liði New Jersey og náði enn einni þrennunni með 12 stigum, 13 stoðsendingum og 12 fráköstum, en þetta var í 71. sæti sem Kidd nær þrennu á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Utah - Boston í beinni

Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór bikarmeistari með Napoli

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson varð í gærkvöld ítalskur bikari með liði sínu Napoli þegar það bar sigurorð af Roma í úrslitaleik 85-83. Jón skoraði 9 stig í leiknum.

Sport
Fréttamynd

James fór fyrir Austurliðinu

LeBron James varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera kjörinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þegar hann skoraði 29 stig og leiddi lið Austurstrandarinnar til sigurs gegn Vesturliðinu 122-120, eftir að Austurliðið hafði lent 21 stigi undir á tímabili í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Robinson sýndi bestu tilþrifin

Nate Robinson, nýliði New York Knicks, sigraði í troðslukeppni NBA sem haldin er árlega í kringum Stjörnuleikinn sem fer fram í Houston í nótt. Leikurinn hefst klukkan 1.30 og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Andre Iguodala sló í gegn

Andre Iguodala leikmaður Philadelpia 76ers fór á kostum í Nýliðaeinvíginu sem fram fór í nótt en leikurinn fór fram í Houston. Stjörnuleikurinn fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Cappello eftirmaður Eriksson?

Ítalska blaðið Corriere dello sport greinir frá því í dag að Fabio Capello stjóra Juventus hafi verið boðið að taka við enska landsliðinu í sumar og segir að hann fái fyrir um 19 milljónir punda. Enska knattspyrnusambandið hefur þó séð ástæðu til að vísa þessum fréttum á bug og neitar því alfarið að búið sé að finna eftirmann Sven-Göran Eriksson.

Sport
Fréttamynd

Phoenix valtaði yfir Houston

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt, en þetta voru síðustu leikirnir í deildinni fyrir hlé sem gert er vegna Stjörnuleiksins um helgina. Phoenix Suns valtaði yfir Houston á heimavelli sínum 109-75, þar sem Steve Nash skoraði 21 stig og Shawn Marion 16 fyrir Phoenix, en Stromile Swift skoraði 13 stig fyrir Houston.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Philadelphia í beinni

Í kvöld verður síðasta beina útsendingin úr deildarkeppninni í NBA áður en kemur að fjögurra daga hlé vegna Stjörnuhelgarinnar í Houston. Leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bulls og Philadelphia 76ers, en útsending hefst skömmu eftir miðnættið í nótt.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur LeBron James

LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik.

Sport
Fréttamynd

Darko Milicic farinn til Orlando Magic

Darko Milicic-tilrauninni er lokið í Detroit, því í nótt skipti liðið honum til Orlando Magic á samt leikstjórnandanum Carlos Arroyo og fékk í skiptum hinn meidda miðherja Calvin Cato og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Radmanovic til LA Clippers

Lið Los Angeles Clippers fékk í gær góðan liðsstyrk þegar það skipti framherja sínum Chris Wilcox til Seattle Supersonics fyrir serbnesku skyttuna Vladimir Radmanovic. Radmanovic er fjölhæfur leikmaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir langskot og er honum ætlað að skerpa á sóknarleik liðsins.

Sport
Fréttamynd

Cleveland stöðvaði San Antonio

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu sigurgöngu San Antonio í nótt með 101-87 sigri á heimavelli sínum. James fór á kostum og skoraði 44 stig í leiknum, en Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst hjá liði San Antonio sem greinilega var þreytt eftir erfiðan leik kvöldið áður.

Sport
Fréttamynd

Hughes frá út tímabilið

Skotbakvörðurinn Larry Hughes hjá Cleveland Cavaliers verður frá keppni það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa gengist undir aðra aðgerð sína á stuttum tíma vegna fingurbrots. Fyrir skömmu kom í ljós að fyrri aðgerðin hafði ekki tekist sem skildi og því er ljóst að hann missir úr aðrar 8-10 vikur.

Sport
Fréttamynd

Cleveland - San Antonio í beinni á miðnætti

Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV á Digital Ísland, því þar mætast Cleveland Cavaliers og meistarar San Antonio Spurs og hefst leikurinn á slaginu tólf á miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit endursýndur í dag

Rétt er að minna aðdáendur NBA körfuboltans á að leikur Miami Heat og Detroit Pistons frá í gærkvöldi er endursýndur á Sýn nú klukkan 18:30, en leikurinn var gríðarlega skemmtilegur á að horfa. Dwayne Wade leikmaður Miami fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig, flest þeirra á lokakaflanum sem var frábær skemmtun.

Sport
Fréttamynd

Níundi sigur San Antonio í röð

Meistarar San Antonio Spurs unnu sinn níunda leik í NBA í nótt þegar liðið skellti Indiana á útivelli 92-88. Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Stephen Jackson skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Dwayne Wade skaut Detroit í kaf

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni á Sýn

Stórleikur Miami Heat og Detroit Pistons er nú nýhafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn þar sem þeir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson fara á kostum í lýsingum sínum. Miami hefur ekki gengið vel gegn bestu liðum deildarinnar í vetur og vill því eflaust ná að leggja efsta lið deildarinnar í leik kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Memphis lagði LA Lakers

Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers.

Sport
Fréttamynd

Denver stöðvaði sigurgöngu Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að 13 leikja sigurgöngu Dallas lauk í Denver þar sem heimamenn höfðu sigur 113-104. Kenyon Martin sneri aftur úr meiðslum og skoraði 34 stig fyrir Denver, en Keith Van Horn skoraði 21 stig fyrir Dallas.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir Miami

Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum

Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Miami í beinni útsendingu

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur.

Sport
Fréttamynd

Sjöundi sigur San Antonio í röð

Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Richardson ver titil sinn

Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Annað tap Detroit í nótt

Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur.

Sport