Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit 16. ágúst 2006 20:30 Hérna má sjá mynd af því þegar Artest var leiddur til búningsherberja rifinn og tættur eftir ólætin í Detroit í nóvember 2004 NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti