NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Orlando lagði Cleveland á útivelli

Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Los Angeles Clippers fær fyrsta valrétt

Los Angeles Clippers datt í lukkupottinn þegar var dregið um í hvaða röð NBA-liðin velja í nýliðavali deildarinnar í sumar. Það er talið líklegast að liðið velji framherjann Blake Griffin sem var valinn besti leikmaður háskólaboltans í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver Nuggets í vandræðum - höllin upptekin

Árangur Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefur komið mörgum á óvart og engum meira en eiganda sínum og umsjónarmönnum Pepsi Center, heimahallar liðsins. Höllin er nefnilega upptekin á mánudagskvöldið þegar Denver á að spila á móti Los Angeles Lakers í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando sló meistarana út

Meistaralið Boston Celtics er úr leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir 101-82 tap fyrir Orlando Magic á heimavelli sínum í oddaleik liðanna í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Pressan er á Lakers

Rick Adelman, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segir að pressan sé öll á liði LA Lakers fyrir oddaleik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston og Orlando tryggðu sér oddaleik

Stórliðin LA Lakers og Boston Celtics töpuðu bæði í nótt og ljóst að það verða því tveir oddaleikír í NBA næsta sunnudag. Houston skellti Lakers, 95-80, og staðan í rimmunni 3-3 rétt eins og hjá Orlando og Boston eftir 83-75 sigur Orlando í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Billups í undanúrslitum sjöunda árið í röð

Denver tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarinnar í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Það er ekki síst að þakka sigurvegaranum Chauncey Billups sem liðið fékk frá Detroit í skiptum fyrir Allen Iverson í nóvember í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki hélt lífi í Dallas

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sá til þess að Dallas er enn á lífi í úrslitakeppni NBA. Hann skoraði 44 stig í 117-119 sigri á Denver. Staðan í rimmunni er því 3-1 fyrir Denver.

Körfubolti
Fréttamynd

Chuck Daly látinn

Chuck Daly, fyrrum þjálfari Detroit Pistons og bandaríska landsliðsins í körfubolta, lést um helgina eftir baráttu við krabbamein. Hann var 78 ára gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston burstaði LA Lakers

Óvæntir hlutir gerðust í úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld þegar Houston vann öruggan stórsigur á LA Lakers í fjórðu viðureign liðanna í annari umferðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming úr leik hjá Houston

Kínverski risinn Yao Ming kemur ekki meira við sögu hja Houston Rockets í úrslitakeppninni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti.

Körfubolti