NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Nær Cleveland að sópa Detroit?

Fjórði leikur Cleveland og Detroit í fyrstu umferð NBA úrslitakeppninnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 í kvöld. Þar getur Cleveland orðið fyrsta liðið til að tryggja sig í aðra umferð með sigri, því liðið hefur yfir 3-0 í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Rose staðfestur sem nýliði ársins

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, var í kvöld valinn nýliði ársins í NBA-deildinni en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hann myndi líklegast hreppa hnossið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Terry er varamaður ársins

Bakvörðurinn Jason Terry hjá Dallas Mavericks verður útnefndur besti varamaðurinn í NBA deildinni á föstudaginn ef marka má frétt í vefútgáfu Dallas Morning News í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Derrick Rose nýliði ársins í NBA

Leikstjórnandinn Derrick Rose hjá Chicago Bulls hefur verið kjörinn nýliði ársins í NBA deildinni. Formlega verður tilkynnt um valið í kvöld en Chicago Tribune hefur greint frá þessu fyrst miðla.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferill Mutombo líklega á enda

"Það verður ekki meiri körfubolti hjá mér," sagði Dikembe Mutombo með tárin í augunum þegar hann var borinn meiddur inn í búningsherbergi Houston Rockets í tapinu gegn Portland í úrslitakeppni NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland og Lakers bæði komin í 2-0 í sínum einvígum

Bestu lið deildarkeppninnar í NBA-deildinni í vetur, Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers eru bæði komin í 2-0 yfir í sínum einvígum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir sigra í nótt. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að jafna metin á móti Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Dampier ætlar að senda Parker í gólfið

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs fór hamförum þegar liðið vann öruggan sigur á Dallas í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt sem leið.

Körfubolti
Fréttamynd

Leon Powe úr leik hjá Boston

Meistarar Boston Celtics í NBA deildinni hafa orðið fyrir enn einu áfallinu. Kraftframherjinn Leon Powe er með slitin krossbönd í vinstra hné og spilar ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard varnarmaður ársins

Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic hefur verið kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni eftir því sem fram kemur í Orlando Sentinel í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd kastaði upp í miðjum leik

Leikstjórnandinn Jason Kidd hjá Dallas Mavericks var fárveikur og ældi í miðjum fyrsta leik liðsins gegn San Antonio í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í fyrrakvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Mike Brown þjálfari ársins í NBA

Mike Brown hjá Cleveland Cavaliers var í kvöld kjörinn þjálfari ársins í NBA deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til besta árangurs allra liða í deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Lakers

Fyrsta leik kvöldsins í úrslitakeppni NBA er þegar lokið. LA Lakers vann auðveldan sigur á Utah Jazz á heimavelli 113-100 þar sem þrír leikmenn Lakers skoruðu yfir 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúlegur sigur Chicago á Boston

Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær með fjórum leikjum. Óvæntustu úrslitin voru að meistarar Boston töpuðu á heimavelli fyrir Chicago, 105-103, í framlengdum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Ainge á batavegi

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, er á batavegi eftir hjartaáfallið sem hann fékk á fimmtudag. Er talið líklegt að hann fái að fara heim af spítalanum á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Mesta áhorf á NBA frá endurkomu Jordan

TNT-sjónvarpstöðin í Bandaríkjunum segir að áhorf á NBA-körfuboltann hafi aukist um fjórtán prósent frá síðasta tímabili og hafi ekki verið meira síðan að Michael Jordan tók skóna fram fyrir tímabilið 1995-96.

Körfubolti
Fréttamynd

Danny Ainge fékk hjartaáfall

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics og fyrrum leikmaður félagsins, er nú á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í dag. Það var sjónvarpsstöðin WCVB í Boston sem greindi frá þessu í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Lakers vann Utah

Það er ljóst að LA Lakers mætir Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að þessi lið mættust í nótt á næstsíðasta keppnisdegi deildakeppninnar.

Körfubolti