Körfubolti

NBA í nótt: Josh Smith með stórleik fyrir Atlanta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Josh Smith í leiknum í nótt.
Josh Smith í leiknum í nótt. Mynd/AP

Atlanta vann í nótt góðan sigur á Denver, 125-100, þar sem Josh Smith átti sannkallaðan stórleik fyrir fyrrnefnda liðið.

Smith skoraði 22 stig í leiknum, tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar og varð sex skot í leiknum. Jamal Crawford var varamaður í leiknum en stigahæsti leikmaður Atlanta með 25 stig.

Atlanta tapaði í fyrrakvöld fyrir Charlotte en allt annað var að sjá til liðsins í gær. Liðið var í fyrstu strax frá fyrsta leikhluta.

Denver hefur nú hins vegar tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrstu fimm leiki sína í deildinni.

Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir liðið og Chauncey Billups 27. Kenyon Martin meiddist í leik liðsins gegn Miami á föstudagskvöldið og gat ekki spilað með liðinu í kvöld.

Boston vann New Jersey, 86-76, þar sem Rajon Rondo og Paul Pierce skoruðu sextán stig hvor.

Dallas vann Toronto, 129-101. Dirk Nowitzky var með 29 stig og Josh Howard sextán stig.

Chicago vann Charlotte, 93-90. John Salmons var með 27 stig og Joakim Noah með 21 stig og sextán fráköst en þetta var þriðji sigur Chicago í röð.

Milwaukee vann New York, 102-87. Andrew Bogut skoraði 22 stig og tók átta fráköst í leiknum og nýliðinn Jodie Meeds skoraði nítján stig fyrir Milwaukee.

Sacramento vann Utah, 104-99. Tyreke Evans skoraði 32 stig fyrir Sacramento.

LA Clippers vann Memphis, 113-110. Chris Kaman skoraði 26 stig fyrir Clippers og tók níu fráköst. Þetta var þriðji sigur Clippers í röð.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×