Körfubolti

Cuban mælir með notkun stera

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Cuban.
Mark Cuban. Nordic Photos/Getty Images

Hinn málglaði eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, er enn á ný kominn í fréttirnar fyrir skoðanir sínar. Það nýjasta er að Cuban sér ekkert athugavert við að sterar séu notaðir í íþróttum.

„Ég verð líklega drepinn fyrir að segja þetta en ég hef ekkert sérstaklega mikið á móti sterum. Það er að segja ef sterar eru gefnir í umsjón ábyrgra aðila og í því magni að það verði engar langtímaskemmdir," sagði Cuban.

Sterar eru bannaðir í öllum íþróttum en Cuban segir að sterar geti hjálpað íþróttamönnum sem séu að jafna sig eftir meiðsli.

„Af hverju ættum við ekki að nota stera í læknisfræðilegum tilgangi? Einhverjum finnst þetta kannski umdeild hugmynd en mér er alveg sama. Mér finnst það vera borðleggjandi að nota stera í þessum tilgangi," sagði Cuban.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×