NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45.

Körfubolti
Fréttamynd

Morant í byssu­leik á ný

Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Gerði það sama og Kobe nákvæmlega 26 árum síðar

Lonnie Walker fjórði komst í sviðsljósið í nótt eftir frábæra frammistöðu sína á úrslitastundu þegar Los Angeles Lakers komst í 3-1 á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers komið yfir á ný í einvíginu gegn Warriors

Tveir leikir fóru fram í úr­slita­keppni NBA deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers komst aftur á sigur­braut í ein­vígi sínu gegn Golden Sta­te Warri­ors og slíkt hið sama gerði Miami Heat í ein­vígi sínu gegn New York Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

Davis gaf Lakers frumkvæðið

Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta verður bras fyrir Lakers“

Sérfræðingar Lögmáls leiksins hafa áhyggjur af því hvernig Los Angeles Lakers ætlar að verjast Golden State Warriors í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA sem hefst í nótt.

Körfubolti