NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn

Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin.

Lífið
Fréttamynd

Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann

Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama skráir sig í nýliðavalið

Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis og Milwauke unnu án sinna sterkustu hesta

Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta karla í nótt. Memphis Grizzlies og Milwauke Bucks jöfnuðu metin í einvígum sínum en bæði liðin léku án lykilleikmanna sinna í nótt. Þá er Denver Nuggets komið í þægilega stöðu í rimmu sinni. 

Körfubolti
Fréttamynd

Suns og Cavaliers jöfnuðu metin

Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta heldur áfram. Boston Celtics er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks á meðan Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í einvígum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Vara­maðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki

Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann

Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri.

Körfubolti