Körfubolti

NBA stjörnurnar vilja komast til Sádí Arabíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Giannis Antetokounmpo og LeBron James horfa báðir hýru auga til Sádí Arabíu
Giannis Antetokounmpo og LeBron James horfa báðir hýru auga til Sádí Arabíu Vísir/Getty

Eftir að fréttir bárust af stjarnfræðilega háu launatilboði Al-Hilal til Kylian Mbappe virðist hafa kveiknað áhugi ýmissa stjörnuleikmanna í NBA að stökkva á olíupeningavagninn og spila í Sádí Arabíu.

Stjörnurnar tvítuðu hver á fætur annarri um þessar fáránlegu upphæðir sem nú eru í spilunum og þó þeir séu sennilega að grínast er aldrei að vita hvað menn eru tilbúnir að gera fyrir réttar upphæðir.

Giannis Antetokounmpo biðlar til Al-Hilal að velja sig, hann líti meira að segja eins út og Mbappe.

LeBron ætlar að hlaupa eins og Forrest Gump um leið og umboðsmaður hans, Rich Paul, fær símtalið.

Draymond Green spyr hvort að það sé ekki örugglega körfuboltadeild í Sádí Arabía, blekið á samningum hans sé nefnilega ekki alveg þornað.

Það er vissulega spilaður körfubolti í Sádí Arabíu og vinsældir íþróttarinnar eru sagðar fara vaxandi. Því miður fyrir NBA stjörnurnar þá hefur vefsíða deildarinnar þó ekki verið uppfærð síðan 2020, sem er ákveðin vísbending um hversu hár standarinn þar er og hversu mikli peningar eru í spilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×