Körfubolti

NBA sektaði Maura­manninn um sex milljónir þremur mánuðum eftir at­vikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Edwards er í bandaríska landsliðinu sem spilar á HM í haust.
Anthony Edwards er í bandaríska landsliðinu sem spilar á HM í haust. Getty/Ethan Miller

Það er mitt sumar og bæði langt frá síðasta NBA-leik og langt í næsta NBA-leik. Leikmenn deildarinnar eru samt ekki hólpnir þegar kemur að sektum.

NBA körfuboltamaðurinn Anthony Edwards hjá Minnesota Timberwolves þarf þannig að greiða sekt upp á fimmtíu þúsund dollara eftir að NBA deildin sektaði hann fyrir atvik í leik sem fór fram 25. apríl síðastliðinn.

Fimmtíu þúsund dalir eru 6,6 milljónir í íslenskum krónum.

Lögreglurannsókn á málinu var felld niður í júlí og málinu vísað frá. NBA-deildin gaf sér tíma til að skoða málið eftir að niðurstaða rannsóknarinnar var ljós.

Edwards varð uppvís að því að kasta stól í svekkelsi í leikslok á tapleik á móti Denver Nuggets en stólinn fór í tvo áhorfendur.

Edwards fær sektina fyrir glannalega og gálausa framkomu sem setti áhorfendur í óþarfa hættu.

Anthony Edwards er 22 ára gamall og líklegur sem framtíðarstórstjarna deildarinnar. Hann var með 24,6 stig, 5,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á sínu þriðja tímabili í deildinni.

Edwards hefur viðurnefnið „Ant-man“ eða Mauramaðurinn á íslensku.

Hann er upptekinn þessa dagana að spila með bandaríska landsliðinu sem er á leiðinni á HM í haust.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×