Körfubolti

Bronny James með með­fæddan og meðhöndlanlegan hjarta­galla

Siggeir Ævarsson skrifar
LeBron James hefur staðið þétt við bakið á syni sínum Bronny James síðustu vikur sem endranær.
LeBron James hefur staðið þétt við bakið á syni sínum Bronny James síðustu vikur sem endranær. Vísir/Getty

Orsök hjartastoppsins sem Bronny James fékk á æfingu í sumar má rekja til meðfædds hjartagalla. Bronny hefur verið í yfirgripsmiklum rannsóknum síðustu vikur sem leiddu þetta í ljós. 

James fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu um málið í gær þar sem þau segja að gallinn sé meðhöndlanlegur og verði meðhöndlaður. Þau séu bjartsýn á að hann muni ná sér að fullu og muni snúa aftur á völlinn í nánustu framtíð.

Bronny, sem er fæddur árið 2004, er einn af efnilegri leikmönnum Bandaríkjanna en hefur þó ekki síst ratað endurtekið í fréttir vegna ættar sinnar og uppruna en LeBron James er faðir hans. LeBron hefur sagt að hann vilji ná að spila með Bronny í NBA áður en hann hættir en LeBron verður 39 ára í vetur og er að hefja sitt 21. tímabil í haust.

Hjartastopp Bronny var vatn á myllu samsæriskenningasmiða sem töldu það næsta víst að bóluefni gegn Covid-19 hefði valdið hjartastoppinu. Sú þvæla hefur nú endanlega verið slegin rækilega útaf borðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×