Krakkarnir hans Malone slá í gegn í íþróttum Það verður ekki annað sagt en að gamla körfuboltahetjan Karl Malone standi sig vel í að ala upp afreksmenn í íþróttum. Körfubolti 1. apríl 2012 22:45
Kentucky og Kansas leika til úrslita háskólakörfunni Það verða Kentucky og Kansas sem leika til úrslita um háskólatitilinn í körfubolta þetta árið í Bandaríkjunum en undanúrslitin fóru fram í nótt fyrir framan 74 þúsund áhorfendur í Superdome í New Orleans. Körfubolti 1. apríl 2012 12:30
Lin á leið í hnéaðgerð | Spurs búið að vinna sjö í röð NY Knicks vann í nótt en stuðningsmenn liðsins voru samt ekki í neinu páskastuði enda kom í ljós í gær að Jeremy Lin þarf að gangast undir hnéaðgerð og spilar því væntanlega ekki meira í vetur. Ömurlegur endir á Öskubuskutímabili hans. Körfubolti 1. apríl 2012 11:00
Stal taco af veitingastað og flúði Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan. Körfubolti 1. apríl 2012 09:00
Frændi Wade á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í skotárás Þó svo Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, hafi farið mikinn gegn Toronto í gær og skorað 30 stig þá var hugur hans hjá frænda sínum sem særðist í skotárás í Chicago. Körfubolti 31. mars 2012 23:30
Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum. Körfubolti 31. mars 2012 22:45
Marbury meistari í Kína Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks. Körfubolti 31. mars 2012 22:30
Dallas og Miami á sigurbraut Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas gegn Orlando í nótt og tryggði þeim nauman sigur með körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Magic var með 15 stiga forskot í þriðja leikhluta en Dallas kom til baka og vann sjaldséðan sigur þessa dagana. Körfubolti 31. mars 2012 11:04
Fisher vann í LA | Miami pakkaði Dallas saman Tveir stórleikir fóru fram í NBA-deildinni. Liðin sem kepptu um titilinn í fyrra mættust í Miami og Derek Fisher snéri aftur til Los Angeles með Oklahoma. Körfubolti 30. mars 2012 09:00
LeBron ætlar að spila þrátt fyrir meiðslin LeBron James, leikmaður Miami Heat, staðfesti í gær að fingur hefði farið úr lið og það myndi eðlilega angra hann mikið næstu vikur. Engu að síður ætlar hann ekki að sleppa neinum leikjum. Körfubolti 29. mars 2012 11:45
Auðvelt hjá Knicks | Sex sigrar í röð hjá Spurs Þó svo Amar'e Stoudemire og Jeremy Lin væru meiddir og Carmelo Anthony væri haltrandi um völlinn valtaði NY Knicks yfir Orlando í nótt. Körfubolti 29. mars 2012 09:00
Rodman gjaldþrota og skuldum vafinn | Sagður vera alkóhólisti Fyrrum NBA-stjarnan og vandræðagemlingurinn Dennis Rodman er í afar vondum málum. Hann er orðinn gjaldþrota, skuldar háar upphæðir og gæti verið á leið í fangelsi. Körfubolti 28. mars 2012 12:15
LeBron meiddur á fingri Forráðamenn Miami Heat hafa áhyggjur af stjörnunni LeBron James sem er meiddur á fingri og getur verið að fingurinn hafi farið úr lið. Körfubolti 28. mars 2012 11:30
Kobe bjargaði Lakers gegn Golden State Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir LA Lakers í nótt og sá til þess að liðið marði sigur á Golden State í nótt. Lakers klúðraði niður 16 stiga forskoti í leiknum en Kobe jafnaði leikinn á ný undir lokin og skoraði körfuna sem kom Lakers aftur yfir. Körfubolti 28. mars 2012 08:57
Sonur Doc Rivers ætlar að fara strax í NBA-deildina Austin Rivers, sonur Doc Rivers þjálfara Boston Celtics, gæti verið farinn að spila á móti pabba sínum á næsta tímabili í NBA-deildinni. Rivers hefur ákveðið að hætta í Duke-háskólnum eftir aðeins eitt ár og skrá sig í nýliðaval NBA-deildarinnar í júní. Körfubolti 28. mars 2012 06:00
Miami fékk skell gegn Indiana Stjörnulið Miami Heat er eitthvað að gefa eftir í NBA-deildinni þessa dagana því liðið tapaði stórt annan leikinn í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Indiana. Körfubolti 27. mars 2012 09:00
Oklahoma skellti Miami | Atlanta vann fjórframlengdan leik Strákarnir í Oklahoma sendu út sterk skilaboð í nótt er þeir unnu sannfærandi sigur á Miami í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Kevin Durant stigahæstur með 28 stig. Dwyane Wade stigahæstur hjá Miami með 22 stig. Körfubolti 26. mars 2012 08:59
Dallas lagði Houston í spennuleik Meistarar Dallas Mavericks voru fljótir að jafna sig á tapinu gegn San Antonio í fyrrinótt og lögðu granna sína í Houston Rockets eftir framlengingu í nótt, 101-99. Körfubolti 25. mars 2012 10:30
San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Körfubolti 24. mars 2012 09:30
Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni. Körfubolti 23. mars 2012 15:30
Clippers í frjálsu falli | Boston stöðvaði sigurgöngu Milwaukee Það gengur frekar illa hjá LA Clippers þessa dagana í NBA deildinni í körfuknattleik og stórstjörnur liðsins Blake Griffin og Chris Paul hafa ekki náð að koma í veg fyrir þriggja leikja taphrinu liðsins. Liðið tapaði 97-90 á útivelli gegn New Orelans í nótt þar sem að Chris Paul lék áður. Alls fóru sex leikir fram í nótt. Körfubolti 23. mars 2012 09:00
Stuðningsmenn Mavs baula á Odom | Fékk knús frá Kobe Það hefur ekkert gengið hjá Lamar Odom síðan hann gekk í raðir Dallas Mavericks frá LA Lakers. Stuðningsmenn Mavs hafa algjörlega snúist gegn honum og baula nú á hann við hvert tækifæri á heimavelli. Körfubolti 22. mars 2012 22:45
Derek Fisher: Ég er 37 ára en get samt enn hjálpað liði að vinna titilinn Derek Fisher, fyrrum bakvörður Los Angeles Lakers, samdi í gær við Oklahoma City Thunder og vonast til að geta hjálpað liðinu að vinna sinn fyrsta titil. Fisher vann fimm meistaratitla með Lakers en Lakers "losaði" sig við hann á dögunum. Körfubolti 22. mars 2012 14:30
Lakers ekki í vandræðum gegn Dallas | Fisher samdi við Oklahoma Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol skoraði 27 fyrir LA Lakers í 109-93 sigri liðsins gegn meistaraliði Dallas á útivelli í NBA deildinni í nótt. Þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu Dallas. Alls fóru 10 leikir fram í nótt þar sem Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í 114-91 sigri liðsins gegn LA Clippers. Körfubolti 22. mars 2012 09:00
New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni. Körfubolti 21. mars 2012 09:00
Antoine Walker seldi meistarahringinn | skuldar samt um 1,5 milljarða kr. Antoine Walker, sem á sínum tíma var eitt af stóru nöfnunum í NBA deildinni í körfubolta, er það miklum peningavandræðum að hann hefur nú selt verðlaunagripinn sem hann fékk þegar hann varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006. Allir leikmenn sem vinna NBA deildina fá glæsilega meistarhring og seldi Walker hringinn fyrir um 2,5 milljónir kr. Körfubolti 20. mars 2012 12:45
Volvo stólar á Jeremy Lin Jeremy Lin, leikstjórnandi NBA liðsins New York Knicks, var óþekkt nafn í heiminum fyrir aðeins nokkrum vikum. Það hefur heldur betur breyst eftir að nýliðinn kom inn í NBA deildina með þvílíkum látum sem varaskeifa hjá New York Knicks. Lin er sjóðheitt "vörumerki“ og hann hefur nú landað risaauglýsingasamningi hjá bifreiðaframleiðandanum Volvo. Körfubolti 20. mars 2012 10:15
Chicago rúllaði yfir Orlando á útivelli | Boston lagði Atlanta Ray Allen skoraði tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta í 79-76 sigri Boston á útivelli gegn Atlanta í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Allen skoraði 19 stig alls í leiknum. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Carlos Boozer skoraði 24 stig fyrir Chicago í 85-59 sigri liðsins gegn Orlando á útivelli. Körfubolti 20. mars 2012 09:00
NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Körfubolti 19. mars 2012 09:00
NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston. Körfubolti 18. mars 2012 11:00