Körfubolti

Oklahoma stöðvaði 20 leikja sigurgöngu Spurs

Parker og Diaw súrir á bekknum í nótt.
Parker og Diaw súrir á bekknum í nótt.
Með bakið upp við vegginn drógu leikmenn Oklahoma fram sparihliðarnar og hreinlega völtuðu yfir San Antonio Spurs, 102-82, og minnkuðu þar með muninn í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í 2-1.

Það sem meira er þá bundu leikmenn Oklahoma enda á ótrúlega 20 leikja sigurgöngu San Antonio. Eftir 50 daga sigurgöngu þurftu leikmenn Spurs að upplifa tap á nýjan leik.

Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi. Leikmenn Oklahoma gríðarlega einbeittir og grimmir og náðu fljótt öruggu forskoti. Það gáfu þeir aldrei eftir og stjörnur liðanna hvíldu lungann af lokafjórðungnum.

Kevin Durant stigahæstur hjá Oklahoma með 22 stig en það var varnarsérfræðingurinn Thabo Sefolosha sem kveikti í liðinu með 19 stigum, sex stolnum boltum og sex fráköstum.

Hann pakkaði þeim Tony Parker (16 stig, 6-12 í skotum) og Manu Ginobili (5 stig, 1 af 5 í skotum) algjörlega saman. Tim Duncan skoraði þess utan aðeins 11 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×