Körfubolti

Oklahoma búið að jafna gegn Spurs

Durant fagnar í nótt.
Durant fagnar í nótt.
Strákarnir í Oklahoma City eru heldur betur ekki búnir og hafa unnið síðustu tvo leiki gegn San Antonio og eru búnir að jafna einvígið, 2-2, í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Oklahoma vann í nótt, 109-103.

San Antonio var búið að vinna 20 leiki í röð áður en liðið tapaði loks gegn Oklahoma og er nú búið að tapa tveim leikjum í röð.

Oklahoma sterkara liðið allan tímann og leiddi frá upphafi. Spurs kom reglulega tilbaka, andaði ofan í hálsmálið á Oklahoma en alltaf er á reyndi gátu þeir gefið aftur í.

Það var ekki síst að þakka Kevin Durant sem var hreinlega óstöðvandi undir lokin og Serge Ibaka lagði einnig þung lóð á vogarskálarnar.

Durant endaði með 36 stig og þar af komu 18 í síðasta leikhlutanum. Ibaka skoraði 26 stig og hitti úr öllum 11 skotum sínum.

Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio, Kawhi Leonard 17 og Manu Ginobili var með 13.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×