NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kirilenko við það að semja við Minnesota Timberwolves

Rússneski körfuboltamaðurinn Andrei Kirilenko er á leiðinni á ný inn í NBA-deildina í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum því allt bendir til þess að þessi mikli íþróttamaður sé að ganga frá tveggja ára samningi við Minnesota Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill til LA Clippers

Hinn þaulreyndi framherji Grant Hill mun að öllum líkindum semja við NBA liðið LA Clippers fyrir næstu leiktíð.Clippers hefur á að skipa kjarna yngri leikmanna sem eru líklegir til þess að gera atlögu að NBA titlinum á næstu misserum og hinn leikreyndi Hill hefur áhuga á að taka þátt í því verkefni. Hill, sem hefur lék síðast með Phoenix Suns, hafði verið orðaður við New York Knicks og LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant blæs á hugmyndir NBA um aldurstakmörk

Kobe Bryant er ekki hrifin af hugmyndum NBA deildarinnar þess efnis að setja aldursmörk á þá leikmenn sem valdir verða í bandaríska ólympíulandsliðið í nánustu framtíð. Bryant undirbýr sig af krafti með liðsfélögum sínum fyrir titilvörnina á ÓL í London sem hefjast eftir rúmlega viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Jeremy Lin endar líklega í Houston

Leikstjórnandinn Jeremy Lin vakti gríðarlega athygli á síðustu leiktíð með liði New York Knicks í NBA deildinni í körfuknattleik. Algjört æði greip um sig í New York og víðar þegar nýliðinn sýndi snilldartakta með liði sínu eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Irving skorar Kobe á hólm

Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá nýliða ársins í NBA-deildinni, Kyrie Irving, því hann er búinn að skora sjálfan Kobe Bryant á hólm í leik - einn á einn.

Körfubolti
Fréttamynd

Rashard Lewis til Miami

Meistarar Miami Heat halda áfram að raða skyttum í kringum stórstjörnur liðsins. Nú er Rashard Lewis búinn að semja við Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Love hótar að fara frá Úlfunum

Bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL er afar vel mannað. Leikmenn liðsins hafa samtals unnið sjö meistaratitla og leikið yfir 700 leiki í úrslitakeppninni. Aðeins einn leikmaður liðsins hefur ekki spilað í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen fer til Miami Heat

Ray Allen ætlar að fara frá Boston Celtic og ganga til liðs við NBA-meistarana í Miami Heat. Hann mun taka á sig launalækkun til að freista þess að vinna annan NBA-meistaratitil.

Körfubolti
Fréttamynd

Nash nálgast Knicks

Leikstjórnandinn Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum, er sterklega orðaður við New York Knicks í bandarískum fjölmiðlum í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Hakeem hjálpaði LeBron síðasta sumar og nú er komið að Amare

Heiðurshallarmeðlimurinn og tvöfaldi NBA-meistarinn Hakeem Olajuwon fékk mikið hrós fyrir að taka LeBron James hjá Miami Heat í gegn síðasta sumar þar sem hann gaf James góð ráð í réttum hreyfingum undir körfunni. LeBron James skoraði meira inn í teig í vetur en tímabilin á undan sem átti að flestra mati mikinn þátt í því að hann varð NBA-meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen hefur áhuga á því að spila með Miami Heat

Brian Windhorst á ESPN hefur heimildir fyrir því að Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, hafi áhuga á því að spila með Miami Heat á næsta NBA-tímabili. Allen setur það víst ekki fyrir sig að þarna séu erkifjendurnir á ferðinni sem hafa slegið Boston Celtics út úr úrslitakeppninni undanfarin tvö ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Larry Bird hættir sem forseti Indiana Pacers

Larry Bird er ákveðinn að hætta sem forseti NBA-liðsins Indiana Pacers samkvæmt frétt í Indianapolis Star blaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er Bird hundrað prósent öruggur á því að snúa ekki aftur til starfa.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade gæti misst af Ólympíuleikunum

Dwyane Wade lék meiddur meira og minna alla úrslitakeppnina í ár. Hann er meiddur á hné og svo gæti farið að meiðslin geri það að verkum að hann geti ekki spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu ár síðan að besti leikmaður deildarinnar varð líka meistari

LeBron James var í nótt kjörinn besti leikmaður NBA-úrslitanna eftir að hann fór fyrir sínum mönnum Miami Heat sem unnu 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Miami vann þar með einvígið 4-1 og James er því loksins búinn að krækja í langþráðan meistarahring.

Körfubolti