Ray Allen hefur áhuga á því að spila með Miami Heat Brian Windhorst á ESPN hefur heimildir fyrir því að Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, hafi áhuga á því að spila með Miami Heat á næsta NBA-tímabili. Allen setur það víst ekki fyrir sig að þarna séu erkifjendurnir á ferðinni sem hafa slegið Boston Celtics út úr úrslitakeppninni undanfarin tvö ár. Körfubolti 26. júní 2012 17:00
Larry Bird hættir sem forseti Indiana Pacers Larry Bird er ákveðinn að hætta sem forseti NBA-liðsins Indiana Pacers samkvæmt frétt í Indianapolis Star blaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er Bird hundrað prósent öruggur á því að snúa ekki aftur til starfa. Körfubolti 26. júní 2012 15:30
Miami Heat á eftir Steve Nash og Ray Allen fyrir næsta tímabil NBA-meistarar Miami Heat eru strax byrjaðir að undirbúa liðssöfnun fyrir næsta tímabil og eins og áður leita Pat Riley og félagar að reynsluboltum sem eru tilbúnir að fórna "smá" pening fyrir möguleikann á því að verða meistari. Körfubolti 25. júní 2012 15:30
Wade gæti misst af Ólympíuleikunum Dwyane Wade lék meiddur meira og minna alla úrslitakeppnina í ár. Hann er meiddur á hné og svo gæti farið að meiðslin geri það að verkum að hann geti ekki spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London. Körfubolti 23. júní 2012 14:00
Parker vill fá 20 milljónir dollara í skaðabætur frá næturklúbbi Körfuboltakappinn Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, hefur kært næturklúbb í New York og vill háar skaðabætur vegna meiðsla sem hann varð fyrir er rapparar slógust í klúbbnum. Körfubolti 22. júní 2012 23:30
Níu ár síðan að besti leikmaður deildarinnar varð líka meistari LeBron James var í nótt kjörinn besti leikmaður NBA-úrslitanna eftir að hann fór fyrir sínum mönnum Miami Heat sem unnu 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Miami vann þar með einvígið 4-1 og James er því loksins búinn að krækja í langþráðan meistarahring. Körfubolti 22. júní 2012 21:15
Aðeins sá fimmti sem tryggir sér titilinn með þrefaldri tvennu LeBron James komst í fámennan hóp í nótt þegar hann hjálpaði Miami Heat að vinna NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 121-106 sigur á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 22. júní 2012 17:45
LeBron: Besta sem gat komið fyrir mig var að tapa titlinum í fyrra "Þessi titill skiptir öllu. Þetta er hamingjusamasti dagur lífs míns," sagði LeBron James eftir að hann vann sinn fyrsta NBA-titil í nótt. Hann losnaði um leið við mikla pressu en margir efuðust um að honum myndi takast að vinna titil. Körfubolti 22. júní 2012 09:36
Miami NBA-meistari | James valinn verðmætastur Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Körfubolti 22. júní 2012 09:09
Kobe Bryant seldi flestar treyjur utan Bandaríkjanna Kobe Bryant er stærsta alþjóðlega NBA-stjarnan ef marka má sölu keppnistreyja utan Bandaríkjanna. NBA-deildin gaf út í dag út lista yfir þá leikmenn sem seldu flestar treyjur utan Bandaríkjanna á þessu tímabili en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur listi er birtur. Körfubolti 21. júní 2012 23:15
James á sama aldursári og Jordan þegar hann vann fyrsta titilinn 1991 LeBron James er í fyrsta sinn á ferlinum aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum sem hann hefur dreymt um í níu tímabil. Miami Heat tekur á móti Oklahoma City Thunder í fimmta leik úrslitaeinvígsins. Miami er búið að vinna þrjá síðustu leiki og vantar því bara einn sigur í síðustu þremur leikjunum. Fimmti leikurinn fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Körfubolti 21. júní 2012 21:30
Hugsanlega síðustu Ólympíuleikarnir hjá NBA-stjörnunum Svo gæti farið að á ÓL í London í sumar fái fólk í síðasta skipti sjá NBA-stjörnur keppa á leikunum. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, er ekki hrifinn af því að stjörnur deildarinnar taki þátt. Körfubolti 20. júní 2012 14:00
Hringurinn færist nær LeBron LeBron James og félagar í Miami Heat eru aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir magnaðan 104-98 sigur á Oklahoma í nótt. Miami búið að vinna þrjá leiki í röð og er 3-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 20. júní 2012 09:03
Serge Ibaka: LeBron James er ekki góður varnarmaður Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, ákvað að blanda sér í sálfræðistríðið á milli Miami Heat og Oklahoma City Thunder fyrir fjórða leik liðanna sem fer fram í Miami í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Körfubolti 19. júní 2012 22:45
Miami komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Oklahoma Þeir voru ansi margir sem afskrifuðu lið Miami Heat fyrir úrslitarimmuna gegn Oklahoma í NBA-deildinni. Það var engin innistæða fyrir slíkum yfirlýsingum eins og Miami hefur sýnt í úrslitunum. Heat er komið í 2-1 í einvíginu og hefur verið sterkara liðið lengstum í öllum leikjunum. Körfubolti 18. júní 2012 08:55
Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins. Körfubolti 17. júní 2012 17:00
Miami slapp með skrekkinn í nótt Miami Heat sótti sigur, 100-96, í Oklahoma í nótt. Miami leiddi allan leikinn en Oklahoma var ekki fjarri því að vinna upp sautján stiga forskot liðsins. Staðan í einvíginu er 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Körfubolti 15. júní 2012 09:00
Metáhorf á leik Oklahoma City og Miami Fyrsti leikur Oklahoma City og Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta fékk metáhorf hjá bandarísku ABC sjónvarpsstöðinni. Körfubolti 14. júní 2012 14:45
NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Körfubolti 13. júní 2012 09:00
LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder. Körfubolti 10. júní 2012 12:00
Miami í úrslitin annað árið í röð - Boston-liðið bensínslaust í lokin Miami Heat er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir 13 stiga sigur á Boston Celtics, 101-88, í oddaleik í Miami í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Miami mætir Oklahoma City Thunder í lokaúrslitunum og fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 10. júní 2012 09:00
Sjötti leikur Heat og Celtics jafnaði áhorfsmet - oddaleikurinn í kvöld Miami Heat og Boston Celtics mætast í kvöld í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 9. júní 2012 22:30
LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan. Körfubolti 8. júní 2012 19:45
LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Körfubolti 8. júní 2012 08:43
Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. Körfubolti 7. júní 2012 08:37
Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Körfubolti 6. júní 2012 09:13
Bosh gæti spilað með Miami í nótt Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á. Körfubolti 5. júní 2012 23:45
Oklahoma í kjörstöðu eftir sigur í San Antonio Oklahoma City Thunder vann 108-103 sigur á San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Oklahoma leiðir í einvíginu 3-2 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Körfubolti 5. júní 2012 11:25
Boston jafnaði metin gegn Miami með sigri í framlengdum leik Dwyane Wade hitti ekki úr þriggja skoti á síðustu sekúndu framlengingar í fjórðu viðureign Boston Celtics og Miami Heat í nótt. Boston hafði sigur 93-91 og jafnaði metin í einvígi liðanna sem nú stendur 2-2. Körfubolti 4. júní 2012 08:55
Wade býst við svörum hjá Spoelstra Dwyane Wade hefur sett pressu á þjálfara Miami Heat fyrir fjórða leik Heat og Boston Celtics í úrslitum Austurstrandar NBA körfuboltans sem hefst í nótt klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wade ætlast til að Erik Spoelstra finni svör við batnandi leik Boston Celtics. Körfubolti 3. júní 2012 22:45