Körfubolti

LeBron James orðinn of gamall fyrir troðslukeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/AP
LeBron James býður vanalega upp á trölla-troðslur í hverjum leik með Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta og það er því ekkert skrýtið að hann sé alltaf í umræðunni þegar kemur að því að finna menn í troðslukeppnina á Stjörnuhelginni.

James hefur aldrei lokað á þann möguleika að taka þátt í troðslukeppninni eða fyrr en nú. Hann er á sínu tíunda tímabili en segir nú ekki koma lengur til greina að vera með.

„Nei, sá tími er liðin. Ég er að vera of gamall fyrir slíkt," sagði LeBron James en hann fagnar 28 ára afmæli sínu 30. desember næstkomandi.

„Það voru nokkur skipti þar sem ég íhugaði það alvarlega að vera með en ég var nokkrum sinnum að glíma við meiðsli þegar kom að Stjörnuhelginni og ákvað að taka ekki áhættuna á að meiða mig meira," sagði James.

„Ég er ekki troðslukeppna-maður og það angrar mig ekkert þótt að einhverjir segjast geta unnið mig í slíkri keppni. Það er í fínu lagi mín vegna," sagði James.

Þegar hann kom inn í deildina er samt enginn vafi á því að hann hefði getað unnið troðslukeppnina enda svakalegur íþróttamaður þar á ferðinni.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×