Körfubolti

Leikmenn Bobcats segja að Jordan gæti enn spilað í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan.
Michael Jordan. Mynd/AP
Michael Jordan er einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og átti frábæran og sigursælan feril í NBA-deildinni. Hann verður fimmtugur í febrúar og er kemur nú að NBA-deildinni sem eigandi Charlotte Bobcats liðsins. Jordan lætur alltaf sjá sig við og við á æfingum liðsins.

Eftir eina æfinguna með Michael Jordan töluðu tveir leikmenn Bobcats, Bismack Biyombo og Gerald Henderson, um það að Jordan gæti enn spilað í NBA-deildinni.

„Ef ég segi alveg eins og er þá gæti hann enn verið að spila ef hann hefði áhuga á því. Hann sýndi sömu keppnishörkuna á æfingunum hjá okkur og hann gerði þegar hann var að spila. Hann er ansi góður ennþá," sagði Bismack Biyombo.

„Hann er sá besti sem hefur spilað þennan leik og hann er enn sami keppnismaðurinn og hann var. Við spiluðum einn á einn og það er alltaf gaman því hann ætlar sér alltaf að vinna," sagði Gerald Henderson og bætti við:

„Hann er ennþá með þetta og hann getur enn skotið boltanum. Ég veit ekki alveg með varnarleikinn en hann getur enn skorað," sagði Henderson en það má sjá svipmyndir á æfingunni hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×