Körfubolti

Clippers bætti 38 ára gamalt met | Garnett ískaldur í tapi Boston

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chris Paul átti fínan leik með liði Clippers.
Chris Paul átti fínan leik með liði Clippers. Nordicphotos/Getty
Los Angeles Clippers, sem áratugum saman var þekkt fyrir langar taphrinur, bættu í nótt 38 ára gamalt met er liðið vann sinn tólfta leik í röð.

Clippers tók á móti Kóngunum frá Sacramento og hafði sigur 97-85. Chris Paul skoraði 24 stig og Blake Griffin 21 stig. clippers vann ellefu leiki í röð tímabilið 1974-1975 er liðið hét Buffalo Braves.

Gagnrýnendur Boston Celtics munu ekki láta minna í sér heyra eftir tap á heimavelli gegn Milwaukee Bucks í nótt. Heimamenn áttu ekkert erindi í öflugu liðsmenn gestanna.

Paul Pierce skoraði 35 stig og var eini leikmaðurinn í byrjunarliði Knicks sem var með lífsmari. Kevin Garnett hitti til að mynda aðeins úr sex af tuttugu og tveimur skotum sínum og tók aðeins sjö fráköst.

Þá vann Chicao Bulls annan sigur sinn á New York Knicks þegar liðin mættust í New York. Carmelo Anthony skoraði 29 stig áður en honum var vísað af velli fyrir að mótmæla dómi. Mike Woodson, þjálfari Knicks, fór sömu leið í leiknum sem og Joakim Noah hjá Bulls og Tyson Chandler, miðherji Knicks.

Úrslitin í nótt

Toronto Raptors 93-90 Orlando Magic

Philadelphi 76ers 99-80 Atlanta Hawks

Boston Celtics 94-99 Milwaukee Bucks

New York Knicks 106-110 Chicago Bulls

Detroit Pistons 100-68 Washington Wizards

Cleveland Cavaliers 89-99 Indiana Pacers

Memphis Grizzlies 92-82 Dallas Mavericks

San Antonio Spurs 99-94 New Orleans Hornets

Golden State Warriors 115-100 Charlotte Bobcats

Los Angeles Clippers 97-85 Sacramento Kings

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×