Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi

Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svarta ekkjan í hart við Disney

Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik

Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti.

Tónlist
Fréttamynd

X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu

Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.

Lífið
Fréttamynd

Bassaleikari ZZ Top er dáinn

Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum.

Tónlist
Fréttamynd

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Kindar­­legt barn í fyrstu stiklu Dýrsins

Fyrsta stikla Dýrsins, kvik­myndar Valdimars Jóhanns­sonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ó­freskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn

Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Tónlist
Fréttamynd

Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“

Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið.

Lífið
Fréttamynd

Draugabanarnir snúa aftur

Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tón­listar­mynd­bandið sé stutt teikni­mynd

Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað.

Tónlist
Fréttamynd

Kim mætti ó­vænt í hlustunar­­partý Kanye

Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni.

Lífið
Fréttamynd

Witcher-leikarar komnir til landsins

Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Bassi Mara­j gefur út lag Hin­segin daga 2021

Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu.

Tónlist
Fréttamynd

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru

Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Innlent
Fréttamynd

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi

Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Innlent
Fréttamynd

Prins Póló og Berglind búin að selja Karls­staði

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga.

Lífið