Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. október 2021 16:01 Vigdís er mikill tónlistarunnandi, hefur sótt tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og verið mikill talsmaður menningar. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna. Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna.
Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira