Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 21:31 Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar. Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira
Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar.
Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira