Lífið

„Ég elska þennan karakter“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorvaldur Árnason er einn allra mesti James Bond aðdáandi landsins. 
Þorvaldur Árnason er einn allra mesti James Bond aðdáandi landsins. 

Kvikmyndin No Time To Die var frumsýnd á dögunum í kvikmyndahúsum um land allt.

Um er að ræða 25. kvikmyndina um útsendara bresku krúnunnar, James Bond. Daniel Craig fer með hlutverk Bond í myndinni er var þetta sjötta skiptið hans í hlutverkinu og jafnframt hans síðasta.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Þorvald Árnason sem er einn allra mesti Bond-aðdáandi landsins.

„Maður ólst upp við þetta og fyrsta Bond-myndin kom út á mínu fyrsta ári þegar ég var níu mánaða,“ segir Þorvaldur og heldur áfram.

„Ég er búinn að fylgja Bond alla tíð, hann er minn maður og ég elska þennan karakter. Ég er af þeirri kynslóð að ég held mikið upp á Goldfinger og Thunderball og Connery myndirnar. En ég elska alltaf að sjá nýja Bond-mynd. Maður verður að fá sér Martini og fara í smóking þegar Bond er frumsýndur.“

Sindri Sindrason setti Þorvald í próf og spurði hann spjörunum úr í tengslum við Bond-myndirnar. Þorvaldur gat svarað nánast öllum spurningunum eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×