Lilja kemur frá Landsbankanum til Play Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play. Viðskipti innlent 1. nóvember 2021 13:38
Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Innlent 31. október 2021 20:00
Heimila samruna Marels og Völku Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum. Viðskipti innlent 29. október 2021 11:35
Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Guðný Halla Hauksdóttir, Hákon Davíð Halldórsson og Jóhann Valur Sævarsson hafa verið ráðin til Icelandair sem nýja stjórnendur til að efla enn frekar þjónustu við farþega sem og stafræna þróun. Viðskipti innlent 29. október 2021 09:34
Bankarnir þrír högnuðust um sextíu milljarða Sé hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja hér á landi fyrir fyrstu níu mánuði ársins lagður saman nemur hann rétt rúmlega 60 milljörðum króna. Viðskipti innlent 29. október 2021 09:06
Landsbankinn hagnast um 7,5 milljarða Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 28. október 2021 12:35
Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 27. október 2021 17:54
Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Viðskipti innlent 26. október 2021 20:39
Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. Viðskipti innlent 26. október 2021 10:07
ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Viðskipti innlent 25. október 2021 13:20
Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Viðskipti innlent 25. október 2021 11:06
„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. Viðskipti innlent 24. október 2021 14:39
Origo hagnaðist um 365 milljónir Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 21. október 2021 18:31
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20. október 2021 20:00
Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20. október 2021 19:09
Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“ Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum. Viðskipti innlent 19. október 2021 16:31
Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Viðskipti innlent 19. október 2021 09:25
Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Viðskipti innlent 19. október 2021 08:50
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. Viðskipti innlent 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. Viðskipti innlent 18. október 2021 11:52
Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Lífið 17. október 2021 14:49
Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15. október 2021 09:39
Play bætir við þremur nýjum áfangastöðum á Norðurlöndum Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð. Viðskipti innlent 12. október 2021 11:19
Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. Viðskipti innlent 8. október 2021 13:14
Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni. Viðskipti innlent 8. október 2021 08:35
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Innlent 7. október 2021 07:31
Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum „Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“ Innlent 7. október 2021 06:47
Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2021 19:16
Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. Innlent 6. október 2021 07:09
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Innlent 5. október 2021 18:09