Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Hagræðingaraðgerðir Regins báru ávöxt

Hagræðingaraðgerðir innan Regins hafa borið árangur, að því er kemur fram í verðmati Jakobsson Capital á fasteignafélaginu. Rekstrarhagnaðarhlutfall Regins hækkaði úr 69,5 prósentum upp í 73,3 prósent milli ára en þetta er besta rekstrarhagnaðarhlutfall Regins síðan Jakobsson Capital hóf að gera verðmöt á félaginu árið 2016.

Innherji
Fréttamynd

Fjárfestar veðji á mikinn söluhagnað hjá Skeljungi

Verðmatsgengi Skeljungs, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, hljóðar upp á 11 krónur á hlut en markaðsgengi smásölufélagsins er í dag 13,9 krónur, eða 26 prósentum hærra. Í verðmatinu er þó lögð áhersla á að verðmatsgengið segi aðeins hálfa söguna í ljósi þess að Skeljungur er í miklum breytingafasa.

Innherji
Fréttamynd

Ísland geti orðið fjármálamiðstöð norðurslóða

Arion banki vinnur markvisst að því að auka umsvif sín á norðurslóðum og telja stjórnendur bankans að íslenska fjármálakerfið geti gegnt lykilhlutverki á svæðinu. „Ísland er í einstakri stöðu til að verða fjármálamiðstöð norðurslóða,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Nýr hugsunarháttur hefur umbylt rekstri Arion banka

„Skilaboðin okkar árið 2019 voru einföld,“ sagði Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. Ásgeir fór yfir árangurinn sem Arion banki hefur náð frá síðasta markaðsdegi bankans fyrir tveimur árum þegar stjórnendur kynntu nýja stefnu til að umbylta fyrirtækjalánabókinni.

Innherji
Fréttamynd

Alþjóðaumhverfið á nýju ári

Það stefnir allt í að 2021 reynist gott ár fyrir innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum samanborið við 19% hækkun heimsvísitölu hlutabréfa.

Umræðan
Fréttamynd

Forstjóri Kviku: „Við erum rétt að byrja“

„Kvika hefur stækkað úr litlu félagi upp í eitt af stærstu félögum landsins. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild okkar lítil víða. Félagið er fjárhagslega sterkt og tækifærin til þess að auka samkeppni eru víða. Við erum rétt að byrja,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist

Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

5,5 milljarða hagnaður Regins

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play opnar úti­bú í Litháen

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Viðskipti innlent