Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 18:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59