Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. maí 2022 12:53 Matur og drykkjarvara hefur hækkað um 5,2% á einu ári . vísir/vilhelm ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa. Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa.
Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira