Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein / við jólatréð í stofunni í gær / Ég læddist létt á tá / til að líta gjafir á / hún hélt ég væri steinsofandi / Stínu dúkku hjá.

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta / ofan komu úr fjöllunum / Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta / fundu´ann Jón á Völlunum.

Jól
Fréttamynd

Hátíð fer að höndum ein

Hátíð fer að höndum ein / hana vér allir prýðum / lýðurinn tendri ljósin hrein / líður að tíðum / líður að helgum tíðum

Jól
Fréttamynd

Hin fyrstu jól

Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg / í dvala sig strætin þagga / í bæn hlýtur svölun brotleg sál / frá brunni himneskra dagga / öll jörðin er sveipuð jólasnjó / og jatan er ungbarnsvagga.

Jól
Fréttamynd

Hallgrímur sem barn til barna

Rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir byrjar jólaundirbúninginn óvenjusnemma í ár en hún blæs til útgáfuhófs með þjóðlegu og jólalegu ívafi í tilefni útgáfu barnabókarinnar Jólin hans Hallgríms á morgun.

Jól
Fréttamynd

Göngum við í kringum...

Göngum við í kringum einiberjarunn / einiberjarunn, einiberjarunn / Göngum við í kringum einiberjarunn / snemma á mánudagsmorgni.

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gólf / með gildan staf í hendi / móðir þeirra sópar gólf / og flengir þá með vendi.

Jól
Fréttamynd

Hvít jól

Ég man þau jólin mild og góð / er mjallhvít jörð í ljóma stóð / stöfuð stjörnum bláum / frá himni háum

Jól
Fréttamynd

Frá ljósanna hásal

Frá ljósanna hásal, ljúfar stjörnur stara / og stafa um næturhúmið geislakrans / Fylkingar engla, létt um loftin fara / og ljúfir söngvar hljóma / um lífsins helgidóma

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar meðal okkar

Upphaf íslensku jólasveinanna má líklega rekja til vana, sem urðu undir í baráttu við heiðin goð og þá löngu fyrir kristni.

Jól
Fréttamynd

Gilsbakkaþula

Kátt er á jólunum, koma þau senn / þá munu upp líta Gilsbakkamenn / upp munu þeir líta og undra það mest / úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest / úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð / "Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð / það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim."

Jól
Fréttamynd

Boðskapur Lúkasar

Forðum í bænum Betlehem / var borinn sá sem er / sonur guðs sem sorg og þraut / og syndir manna ber

Jól
Fréttamynd

Rokkurinn suðar

Rokkurinn suðar raular og kveður / rímlítil kvæðin sín / hlær mér í brjósti hugurinn glaður / hálfnuð er snældan mín

Jól
Fréttamynd

Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin / börnin fara að hlakka til / Allir fá þá eitthvað fallegt / í það minnsta kerti og spil / Kerti og spil, kerti og spil / í það minnsta kerti og spil

Jól
Fréttamynd

Ó, Jesúbarn blítt

Ó, Jesúbarn blítt / svo bjart og svo frítt / þitt ból er hvorki, mjúkt né hlýtt / þú komst frá háum himna stól / með helgan frið og dýrðleg jól

Jól
Fréttamynd

Hugleiðingar um aðventu

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða "koma Drottins". Aðventan hefst með 4. sunnudegi fyrir jóladag, sem að þessu sinni ber upp á 2. desember. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, t.d. ekki kjöt.

Jól
Fréttamynd

Jólasveinar eru taldir þrettán

Jólasveinar eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær. En þessi eru nöfn jólasveina eftir því sem réttorður kvenmaður hefur heyrt.

Jól
Fréttamynd

Bjart er yfir Betlehem

Bjart er yfir Betlehem / blikar jólastjarna / Stjarnan mín og stjarnan þín / stjarna allra barna / Var hún áður vitringum / vegaljósið skæra / Barn í jötu borið var / barnið ljúfa kæra

Jól
Fréttamynd

Babbi segir

Babbi segir, babbi segir / Bráðum koma dýrðleg jól / Mamma segir, mamma segir / Magga fær þá nýjan kjól

Jól
Fréttamynd

Ó, Jesúbarn

Ó Jesú barn, þú kemur nú í nótt / og nálægð þína ég í hjarta finn / þú kemur enn, þú kemur undra hljótt /í kotin jafnt og hallir fer þú inn

Jól
Fréttamynd

Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja / hvernig litlar telpur gera / Vagga brúðu, vagga brúðu / og svo snúa þær sér í hring.

Jól
Fréttamynd

Heims um ból

Heims um ból, helg eru jól / signuð mær son Guðs ól / frelsun mannanna, frelsisins lind / frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind / meinvill í myrkrunum lá

Jól
Fréttamynd

Syng barnahjörð

Syng barnahjörð syng Guði dýrð / hann gaf sinn eigin son / bjóð honum heim, bú honum stað / með bæn og þakkargjörð / með bæn og hjartans þakkargjörð

Jól
Fréttamynd

Jólasaga: Huldufólksdansinn

Það var siður í gamla daga að haldinn var aftansöngur á jólanóttina; sóttu þangað allir þeir sem gátu því við komið, en þó var ávallt einhver eftir heima til þess að gæta bæjarins. Urðu smalamenn oftast fyrir því, því að þeir urðu að gegna fjárgeymslu þá eins og endrarnær. Höfðu þeir sjaldan lokið við gegningar þegar kirkjutími kom og voru því eftir heima.

Jól
Fréttamynd

Ó, hve dýrðleg er að sjá

Ó hve dýrðleg er að sjá / alstirnd himins festing blá / þar sem ljósin gullnu glitra / glöðu leika brosa´ og titra / og oss benda upp til sín

Jól