Jólasaga: Huldufólksdansinn 1. nóvember 2014 06:00 Það var siður í gamla daga að haldinn var aftansöngur á jólanóttina; sóttu þangað allir þeir sem gátu því við komið, en þó var ávallt einhver eftir heima til þess að gæta bæjarins. Urðu smalamenn oftast fyrir því, því að þeir urðu að gegna fjárgeymslu þá eins og endrarnær. Höfðu þeir sjaldan lokið við gegningar þegar kirkjutími kom og voru því eftir heima. Á einum bæ er svo frá sagt að þessi siður var eins og annars staðar, að fólk fór allt til kirkju nema smalamaður; hann var einn heima. En þegar fólkið kom heim frá kirkjunni var smalamaður horfinn; var hans leitað, en hann fannst aldrei. Bóndi réð þá til sín annan smalamann. Leið nú fram til næstu jóla. Fólkið fór til kirkju eins og vant var, en smalamaður varð eftir. En um morguninn var hann horfinn. Eins fór um hinn þriðja smala sem bóndi tók, að hann hvarf. Fór nú þetta að berast út og vildu fáir verða til að vistast til hans fyrir smala. Var bóndi nú orðinn úrkula vonar um að hann mundi fá nokkurn því að þá voru komin sumarmál og flestir búnir að vista sig. Einn dag kom maður nokkur rösklegur til bónda og spurði hann hvort hann vantaði smalamann, sagðist vilja fá vist og hefði sér verið vísað til hans; sagði hann að sér væri lagin fjárgæsla, því að við það hefði hann verið hafður. Bóndi tók fegins hendi boðum hans, en sagði honum þó að vandhæfi væri á vistinni því þrír smalar er hann hefði haft undanfarandi hefðu farist á jólanóttina og enginn vitað hvað af þeim hefði orðið. Komumaður sagði að einhver ráð yrðu til að komast hjá því þegar þar að kæmi. Tók nú smalamaður við starfa sínum; kom hann sér vel við alla því að hann var ötull og kunni vel að verki sínu. Liðu nú fram tímar og fram að jólum; fór þá fólk allt til kirkju eftir vanda því að smalamaður sagðist einn vilja gæta bæjar. Þegar fólkið var farið gjörir hann sér gröf ofan í gólfið undir loftinu svo djúpa að hann geti verið þar niðri í; síðan refti hann yfir, en hafði smugu eina litla svo að hann gat séð allt hvað fram fór inni. Ekki var hann búinn að liggja þar lengi áður tveir piltar vel búnir koma inn. Þeir skyggnast um alla króka, en þegar þeir voru búnir að leita lengi sögðu þeir sín á milli að þar væri enginn maður heima. Síðan fóru þeir út aftur, en þegar lítil stund var liðin komu þeir inn aftur og báru á milli sín burðarstól; var í honum maður einn gamall og grár af hærum. Þeir settu stólinn á gólfið innanvert. Síðan kom inn fjöldi fólks; voru allir þar mjög fagurlega búnir og að öllu hinir prúðmannlegustu. Síðan voru sett fram borð og matur á borinn; voru öll áhöld úr silfri og að öllu mjög vönduð. Settust síðan allir að dýrlegri veislu. Hinn gamli maður hafði hefðarsætið á meðal þeirra er til borðsins sátu. Síðan voru borð upp tekin og maturinn borinn burtu og öll áhöldin. Var þá setst að drykkju og síðan var farið að dansa og gekk það langt fram á nótt. Einn maður var þar unglegur; sá var mjög skrautlega búinn; hann var á hárauðum kjól. Smalamanni virtist hann vera sonur hins gamla manns því hann var virður næst honum. Einu sinni þegar hinn rauðklædda mann bar að gryfjunni greip smalamaður hníf sem hann hafði hjá sér og skar lafið af kjólnum og geymdi hjá sér. Þegar leið undir dag fór fólkið að fara burtu. Tóku hinir sömu gamla manninn og báru hann burtu. Litlu síðar kom fólkið heim; varð bóndi mjög glaður er hann sá smalamann lifandi. Smalamaður sagði nú allt eins og farið hafði og sýndi kjóllafið til sannindamerkis, en aldrei varð þar síðan vart við neitt þess konar og þóttust menn vita að huldufólk þetta mundi hafa banað smölunum vegna þess að það hefði eigi viljað láta þá vita hvað það hefðist að. Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól
Það var siður í gamla daga að haldinn var aftansöngur á jólanóttina; sóttu þangað allir þeir sem gátu því við komið, en þó var ávallt einhver eftir heima til þess að gæta bæjarins. Urðu smalamenn oftast fyrir því, því að þeir urðu að gegna fjárgeymslu þá eins og endrarnær. Höfðu þeir sjaldan lokið við gegningar þegar kirkjutími kom og voru því eftir heima. Á einum bæ er svo frá sagt að þessi siður var eins og annars staðar, að fólk fór allt til kirkju nema smalamaður; hann var einn heima. En þegar fólkið kom heim frá kirkjunni var smalamaður horfinn; var hans leitað, en hann fannst aldrei. Bóndi réð þá til sín annan smalamann. Leið nú fram til næstu jóla. Fólkið fór til kirkju eins og vant var, en smalamaður varð eftir. En um morguninn var hann horfinn. Eins fór um hinn þriðja smala sem bóndi tók, að hann hvarf. Fór nú þetta að berast út og vildu fáir verða til að vistast til hans fyrir smala. Var bóndi nú orðinn úrkula vonar um að hann mundi fá nokkurn því að þá voru komin sumarmál og flestir búnir að vista sig. Einn dag kom maður nokkur rösklegur til bónda og spurði hann hvort hann vantaði smalamann, sagðist vilja fá vist og hefði sér verið vísað til hans; sagði hann að sér væri lagin fjárgæsla, því að við það hefði hann verið hafður. Bóndi tók fegins hendi boðum hans, en sagði honum þó að vandhæfi væri á vistinni því þrír smalar er hann hefði haft undanfarandi hefðu farist á jólanóttina og enginn vitað hvað af þeim hefði orðið. Komumaður sagði að einhver ráð yrðu til að komast hjá því þegar þar að kæmi. Tók nú smalamaður við starfa sínum; kom hann sér vel við alla því að hann var ötull og kunni vel að verki sínu. Liðu nú fram tímar og fram að jólum; fór þá fólk allt til kirkju eftir vanda því að smalamaður sagðist einn vilja gæta bæjar. Þegar fólkið var farið gjörir hann sér gröf ofan í gólfið undir loftinu svo djúpa að hann geti verið þar niðri í; síðan refti hann yfir, en hafði smugu eina litla svo að hann gat séð allt hvað fram fór inni. Ekki var hann búinn að liggja þar lengi áður tveir piltar vel búnir koma inn. Þeir skyggnast um alla króka, en þegar þeir voru búnir að leita lengi sögðu þeir sín á milli að þar væri enginn maður heima. Síðan fóru þeir út aftur, en þegar lítil stund var liðin komu þeir inn aftur og báru á milli sín burðarstól; var í honum maður einn gamall og grár af hærum. Þeir settu stólinn á gólfið innanvert. Síðan kom inn fjöldi fólks; voru allir þar mjög fagurlega búnir og að öllu hinir prúðmannlegustu. Síðan voru sett fram borð og matur á borinn; voru öll áhöld úr silfri og að öllu mjög vönduð. Settust síðan allir að dýrlegri veislu. Hinn gamli maður hafði hefðarsætið á meðal þeirra er til borðsins sátu. Síðan voru borð upp tekin og maturinn borinn burtu og öll áhöldin. Var þá setst að drykkju og síðan var farið að dansa og gekk það langt fram á nótt. Einn maður var þar unglegur; sá var mjög skrautlega búinn; hann var á hárauðum kjól. Smalamanni virtist hann vera sonur hins gamla manns því hann var virður næst honum. Einu sinni þegar hinn rauðklædda mann bar að gryfjunni greip smalamaður hníf sem hann hafði hjá sér og skar lafið af kjólnum og geymdi hjá sér. Þegar leið undir dag fór fólkið að fara burtu. Tóku hinir sömu gamla manninn og báru hann burtu. Litlu síðar kom fólkið heim; varð bóndi mjög glaður er hann sá smalamann lifandi. Smalamaður sagði nú allt eins og farið hafði og sýndi kjóllafið til sannindamerkis, en aldrei varð þar síðan vart við neitt þess konar og þóttust menn vita að huldufólk þetta mundi hafa banað smölunum vegna þess að það hefði eigi viljað láta þá vita hvað það hefðist að.
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól